Segir spákaupmenn keyra upp olíuverðið 22. maí 2009 14:47 Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum." Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum."
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira