Enski boltinn

Bruce: Það er alltaf gaman að vinna Arsenal

Ómar Þorgeirsson skrifar
Steve Bruce, Sunderland.
Steve Bruce, Sunderland. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland var hæst ánægður með 1-0 sigur liðs síns gegn Arsenal á leikvangi Ljóssins í dag.

Bruce hrósaði sérstaklega hinum unga og efnilega Jordan Henderson í leikslok.

„Það er alltaf gaman að vinna Arsenal þar sem liðið hjá þeim er svo gott. Við komum hins vegar inn í leikinn með ákveðna taktík sem gekk út á það að loka svæðum inni á miðjum vellinum og það gekk vel eftir. Miðjumennirnir okkar hlupu eflaust einhverjar milljón mílur í leiknum og eiga heiður skilinn fyrir það.

Jordan Henderson á bjarta framtíð fyrir sér í boltanum eins og hann sýndi í dag gegn heimsklassa leikmönnum á borð við Cesc Fabregas," sagði Bruce í leikslok í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×