Innlent

Finnar vilja ekki verja loftrými Íslands

Guðjón Helgason skrifar
Finnar hafa engan áhuga á að taka þátt í loftrýmiseftirliti yfir Íslandi.

Þetta kemur fram í viðtali við finnska varnarmálaráðherrann Jyri Häkämies í finnska blaðinu Turun Sanomat í dag. Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna koma saman til fundar í Helsinki í Finnlandi á þriðjudaginn og miðvikudaginn til að ræða nánara varnarsamstarf ríkjanna. Þar verður án efa rædd nánar skýrsla Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, frá því fyrr á þessu ári þar sem lagt var til að Norðurlöndin tækju saman yfir ábyrgð á loftrýmiseftirliti yfir Íslandi sem hefur verið í umsjá Atlanatshafsbandalagsins síðan varnarliðið Bandaríska fór frá Íslandi og herstöðinn á Miðnesheiði var lokað.

Íslenska ríkið samdi við NATO um að ríki bandalagsins myndu senda herlið með þotur til Íslands nokkrum sinnum á ári tæpan mánuð í senn til að sjá um loftrýmiseftirlitið. Frakkar, Bandaríkjamenn og Danir hafa sent sveitir og norsk hersveit væntanleg í þessum mánuði.

Í viðtalinu við Turun Sanomat segir Häkämies að það yrði oft dýrt fyrir Finna að taka þátt í eftirlitinu. Hann segir þetta pólitíska spurningu en hér sé um að ræða eftirlit með loftrými hjá NATO þjóð en Finnar eru ekki í bandalaginu. Auk þess myndi eftirlit sem þetta kosta sitt. Nýlega hafi tekist að koma rekstir finnska flughersins á núllið og því sé það ekki fyrsta verk á dagskrá að senda þotur eitthvert út í heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×