Aðildarumsókn fyrir þingið í vor - nýr stjórnarsáttmáli 10. maí 2009 15:47 Utanríkisráðherra mun leggja fram á vorþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna. Stuðningur stjórnvalda við samninginn er háður ýmsum fyrirvörum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í Norræna húsinu í dag að það væri vissulega málamiðlun sem einhverjir ættu erfitt að sætta sig. Flokkurinn væri áfram andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Þá sagði hann þingmenn bundna sannfæringu sinni þegar kemur að því að kjósa um tillögu utanríkisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagðist vera stolt og afar ánægð með að nú væri verið að mynda ríkisstjórn félagshyggjufólks og jafnaðarmanna.Stjórnkerfisbreytingar Fram kom í máli Jóhönnu að ráðuneytum verður fækkað úr 12 í 9 á kjörtímabilinu. Stofnað verður sérstakt atvinnuvegaráðuneyti eigi síðar en um mitt kjörtímabilið. Strax verður stofnað nýtt ráðuneyti efnahagsmála í stað viðskiptaráðuneytis og færast verkefni frá forsætis- og fjármálaráðuneytinu. Seðlabankinn og Hagstofan mun einnig heyra undir hið nýja efnahagsmálaráðuneyti. Þá er stefnt á að sameina verkefni og stofna nýtt innanríkisráðuneyti sem meðal annars mun innihalda samgönguráðuneytið.Aflaheimildir innkallaðar - leynd af orkuverði aflétt Lög um fiskveiðar verða endurskoðuð og aflaheimildir innkallaðar í áföngum. Í stjórnarsáttmálanum kemur einnig fram að ný ríkisstjórn ætlar að stuðla að gagnsæi í orkusölusamningum og leitað leiða til að aflétta leynd af orkuverði til erlendra stóriðju fyrirtækja. Þá verða Varnamálastofnun og loftrýmisgæsla við Ísland endurskoðuð. Stækka á friðland í Þjórsárverum, heimila handfæraveiðar yfir sumartímann og fækka ráðuneytunum í níu úr tólf.100 daga áætlun - IceSave, persónukjör og stöðugleikasáttmáli Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðueneytinu að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að miklu skiptir að unnið sé hratt til að bregðast við þeim vanda sem við þjóðinni blasir. „Hún hefur því sett sér markmið sem hún ætlar að ná á næstu 100 dögum sem fela meðal annars í sér að afgreiða forsendur fjárlaga til millilangs tíma, hefja lokavinnu við Icesave - samningana, ná samningum við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála, endurfjármagna bankana og semja við erlenda kröfuhafa þeirra, leggja fram frumvörp um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör, ráða nýja yfirstjórn í Seðlabanka Íslands, hefja mótun nýrrar atvinnustefnu og hefja endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins svo nokkur atriði séu nefnd." Tengdar fréttir Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag. 10. maí 2009 15:34 Svandís og Jón nýir ráðherrar VG Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar. 10. maí 2009 16:02 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Utanríkisráðherra mun leggja fram á vorþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna. Stuðningur stjórnvalda við samninginn er háður ýmsum fyrirvörum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í Norræna húsinu í dag að það væri vissulega málamiðlun sem einhverjir ættu erfitt að sætta sig. Flokkurinn væri áfram andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Þá sagði hann þingmenn bundna sannfæringu sinni þegar kemur að því að kjósa um tillögu utanríkisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagðist vera stolt og afar ánægð með að nú væri verið að mynda ríkisstjórn félagshyggjufólks og jafnaðarmanna.Stjórnkerfisbreytingar Fram kom í máli Jóhönnu að ráðuneytum verður fækkað úr 12 í 9 á kjörtímabilinu. Stofnað verður sérstakt atvinnuvegaráðuneyti eigi síðar en um mitt kjörtímabilið. Strax verður stofnað nýtt ráðuneyti efnahagsmála í stað viðskiptaráðuneytis og færast verkefni frá forsætis- og fjármálaráðuneytinu. Seðlabankinn og Hagstofan mun einnig heyra undir hið nýja efnahagsmálaráðuneyti. Þá er stefnt á að sameina verkefni og stofna nýtt innanríkisráðuneyti sem meðal annars mun innihalda samgönguráðuneytið.Aflaheimildir innkallaðar - leynd af orkuverði aflétt Lög um fiskveiðar verða endurskoðuð og aflaheimildir innkallaðar í áföngum. Í stjórnarsáttmálanum kemur einnig fram að ný ríkisstjórn ætlar að stuðla að gagnsæi í orkusölusamningum og leitað leiða til að aflétta leynd af orkuverði til erlendra stóriðju fyrirtækja. Þá verða Varnamálastofnun og loftrýmisgæsla við Ísland endurskoðuð. Stækka á friðland í Þjórsárverum, heimila handfæraveiðar yfir sumartímann og fækka ráðuneytunum í níu úr tólf.100 daga áætlun - IceSave, persónukjör og stöðugleikasáttmáli Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðueneytinu að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að miklu skiptir að unnið sé hratt til að bregðast við þeim vanda sem við þjóðinni blasir. „Hún hefur því sett sér markmið sem hún ætlar að ná á næstu 100 dögum sem fela meðal annars í sér að afgreiða forsendur fjárlaga til millilangs tíma, hefja lokavinnu við Icesave - samningana, ná samningum við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála, endurfjármagna bankana og semja við erlenda kröfuhafa þeirra, leggja fram frumvörp um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör, ráða nýja yfirstjórn í Seðlabanka Íslands, hefja mótun nýrrar atvinnustefnu og hefja endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins svo nokkur atriði séu nefnd."
Tengdar fréttir Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag. 10. maí 2009 15:34 Svandís og Jón nýir ráðherrar VG Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar. 10. maí 2009 16:02 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag. 10. maí 2009 15:34
Svandís og Jón nýir ráðherrar VG Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar. 10. maí 2009 16:02