Viðskipti erlent

Íslenskt bankahrun sameinar breska fasteignasjóði

Samningaviðræður milli tveggja stórra fasteignasjóða (building societies) í Bretlandi um sameiningu þeirra eru nú langt á veg komnar og allar líkur á að af þessu verði samkvæmt frétt á BBC. Sjóðirnir eru Yorkshire og Chelsea building societies og eiga það sammerkt að hafa tapað miklum fjárhæðum á íslenska bankahruninu á síðasta ári.

Ef sameiningin gengur í gegn myndast annarr stærsti fasteignasjóðurinn í Bretlandi en Yorkshire hefur tvær milljónir sjóðsfélaga og 143 starfsstöðvar en Chelsea hefur 700 þúsund félaga og 35 starfsstöðvar.

Sameiningin er af mörgum séð sem björgunaraðgerð fyrir Chelsea sem skilaði mesta árlega tapinu í sögu þessara sjóða í fyrra eða 39 milljónum punda. Chelsea fór einnig einna verst út úr íslenska bankahruninu af þessum sjóðum því tapið á innlögnum í tvo af íslensku bönkunum þremur, Landsbankans og Kaupþings, nam 44 milljónum punda eða tæplega 9 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×