Innlent

Samstarfskonu Catalinu hugsanlega sleppt

Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir Catalinu Ncogo og annarri konu sem eru grunaðar um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi. Þær voru handteknar fyrir tveimur vikum síðan og voru strax úrskurðaðar í varðhald, aðeins örfáum dögum eftir að Catalina var dæmd í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft milligöngu um vændi og fíkniefnabrot.

Þegar haft var samband við Björgvin Björgvinsson, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði hann að tekin væri ákvörðun um hugsanlega framlengingu á varðhaldinu í hádeginu. Þá er ekki ljóst hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir meintri samstarfskonu Catalinu.

Konurnar eiga að hafa starfrækt vændishús á Suðurgötunni ímiðborg Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×