Bretar reyna að bjarga bankakerfinu 19. janúar 2009 12:01 Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur. Ekki hefur verið mikið um lánveitingar í Bretaveldi síðan kreppan skall á. Gengi pundsins hefur verið að hrynja og nú í morgun tilkynnti Royal Bank of Scotland að bankinn hefði tapað rúmlega tuttugu milljörðum punda í fyrra sem er stærsta tap í breskri fyrirtækjasögu. Verð á bréfum í bankanum hefur hrunið í morgun um fjörutíu prósent vegna þessa. Fastlega er búist við að breska ríkið eignist stærri hlut í bankanum vegna þessa en það á fyrir tæp sextíu prósent. Það yrði liður í nýrri bankabjörgun sem kynnt var í morgun. Fjármálastofnunum verðu gert mögulegt að tryggja sig gegn tapi á áhættusömum fjárfestinum. Fimmtíu milljarða punda sjóður verður stofnaður en fé úr honum verður notað til að kaupa hlutabréf til að tryggja að fé flæði um fjármálakerfið að nýju. Englandsbanki muni einnig veita fé í kerfið. Breska ríkið varði nærri fjörutíu milljörðum punda í bankabjörgun í október en það virðist ekki hafa dugað. Búist er við að fjármálaráðuneytið breska birti tölur í vikunni sem staðfesti formlega að efnahagslægð sé skollin á í Bretlandi í fyrsta sinn síðan 1992. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur. Ekki hefur verið mikið um lánveitingar í Bretaveldi síðan kreppan skall á. Gengi pundsins hefur verið að hrynja og nú í morgun tilkynnti Royal Bank of Scotland að bankinn hefði tapað rúmlega tuttugu milljörðum punda í fyrra sem er stærsta tap í breskri fyrirtækjasögu. Verð á bréfum í bankanum hefur hrunið í morgun um fjörutíu prósent vegna þessa. Fastlega er búist við að breska ríkið eignist stærri hlut í bankanum vegna þessa en það á fyrir tæp sextíu prósent. Það yrði liður í nýrri bankabjörgun sem kynnt var í morgun. Fjármálastofnunum verðu gert mögulegt að tryggja sig gegn tapi á áhættusömum fjárfestinum. Fimmtíu milljarða punda sjóður verður stofnaður en fé úr honum verður notað til að kaupa hlutabréf til að tryggja að fé flæði um fjármálakerfið að nýju. Englandsbanki muni einnig veita fé í kerfið. Breska ríkið varði nærri fjörutíu milljörðum punda í bankabjörgun í október en það virðist ekki hafa dugað. Búist er við að fjármálaráðuneytið breska birti tölur í vikunni sem staðfesti formlega að efnahagslægð sé skollin á í Bretlandi í fyrsta sinn síðan 1992.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira