Bretar reyna að bjarga bankakerfinu 19. janúar 2009 12:01 Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur. Ekki hefur verið mikið um lánveitingar í Bretaveldi síðan kreppan skall á. Gengi pundsins hefur verið að hrynja og nú í morgun tilkynnti Royal Bank of Scotland að bankinn hefði tapað rúmlega tuttugu milljörðum punda í fyrra sem er stærsta tap í breskri fyrirtækjasögu. Verð á bréfum í bankanum hefur hrunið í morgun um fjörutíu prósent vegna þessa. Fastlega er búist við að breska ríkið eignist stærri hlut í bankanum vegna þessa en það á fyrir tæp sextíu prósent. Það yrði liður í nýrri bankabjörgun sem kynnt var í morgun. Fjármálastofnunum verðu gert mögulegt að tryggja sig gegn tapi á áhættusömum fjárfestinum. Fimmtíu milljarða punda sjóður verður stofnaður en fé úr honum verður notað til að kaupa hlutabréf til að tryggja að fé flæði um fjármálakerfið að nýju. Englandsbanki muni einnig veita fé í kerfið. Breska ríkið varði nærri fjörutíu milljörðum punda í bankabjörgun í október en það virðist ekki hafa dugað. Búist er við að fjármálaráðuneytið breska birti tölur í vikunni sem staðfesti formlega að efnahagslægð sé skollin á í Bretlandi í fyrsta sinn síðan 1992. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur. Ekki hefur verið mikið um lánveitingar í Bretaveldi síðan kreppan skall á. Gengi pundsins hefur verið að hrynja og nú í morgun tilkynnti Royal Bank of Scotland að bankinn hefði tapað rúmlega tuttugu milljörðum punda í fyrra sem er stærsta tap í breskri fyrirtækjasögu. Verð á bréfum í bankanum hefur hrunið í morgun um fjörutíu prósent vegna þessa. Fastlega er búist við að breska ríkið eignist stærri hlut í bankanum vegna þessa en það á fyrir tæp sextíu prósent. Það yrði liður í nýrri bankabjörgun sem kynnt var í morgun. Fjármálastofnunum verðu gert mögulegt að tryggja sig gegn tapi á áhættusömum fjárfestinum. Fimmtíu milljarða punda sjóður verður stofnaður en fé úr honum verður notað til að kaupa hlutabréf til að tryggja að fé flæði um fjármálakerfið að nýju. Englandsbanki muni einnig veita fé í kerfið. Breska ríkið varði nærri fjörutíu milljörðum punda í bankabjörgun í október en það virðist ekki hafa dugað. Búist er við að fjármálaráðuneytið breska birti tölur í vikunni sem staðfesti formlega að efnahagslægð sé skollin á í Bretlandi í fyrsta sinn síðan 1992.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira