Lífið

Átta sýna í Havarí

Einar Örn á verk á nýrri myndlistarsýningu sem verður opnuð í dag í Gallerí Havarí.
Einar Örn á verk á nýrri myndlistarsýningu sem verður opnuð í dag í Gallerí Havarí. Markaðurinn/E.Ól.
Átta myndlistarmenn eiga verk á nýrri myndlistarsýningu sem verður opnuð í Gallerí Havarí í Austurstræti í dag klukkan 15. Sýningin stendur yfir til 3. desember. „Þetta er önnur sýningin sem við höldum og þetta gallerí hefur komið mjög vel út,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í Havarí.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Hildigunnur Birgisdóttir, Einar Örn Benediktsson, Magnús Helgason, Lilja Birgisdóttir, Sara Riel, Ingvar Högni Ragnarsson, Inga María Brynjarsdóttir og Gylfi Sigurðsson. Einar Örn mun sýna teikningar sínar en hann hefur í gegnum árin teiknað á flestar kápur utan um bækur Braga Ólafssonar, félaga síns úr Sykurmolunum.- fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.