Fótbolti

Galliani: Inzaghi er ótrúlegur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Filippo Inzaghi.
Filippo Inzaghi. Nordic photos/AFP

Varaforsetinn Adriano Galliani hjá AC Milan hrósaði hinum 36 ára gamla markvarðahrelli Filippo Inzaghi í hástert eftir tvennu hans í 1-2 sigrinum á Marseille í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld.

Inzaghi eða „Superpippo" eins og hann er stundum nefndur rauf með mörkum sínum sextíu marka múrinn í öllum keppnum í Evrópu, en hann hefur skorað 47 mörk í Meistaradeildinni, 10 mörk í UEFA-bikarnum, 2 í evrópukeppni bikarhafa og 1 í keppninni um meistara meistaranna eða evrópska superbikarnum.

„Pippo er ótrúlegur og mörkin sem hann skoraði, sérstaklega það síðara, voru stórkostleg. Það eru engin orð sem fá líst þessum leikmanni," sagði Galliani í leikslok í gærkvöldi.

Markahæstu leikmenn í sögu Meistaradeildarinnar:

65 mörk - Raúl (Real Madrid)

56 mörk - Ruud van Nistelrooy (PSV, Manchester United, Real Madrid)

50 mörk - Thierry Henry (AS Monaco, Arsenal, Barcelona)

47 mörk - Andriy Shevchenko (Dynamo Kiev, AC Milan, Chelsea)

47 mörk - Filippo Inzaghi (Juventus, AC Milan)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×