Lífið

Ekki fara í sleik við Simma og Jóa í Idol áheyrnaprufunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Simmi og Jói.
Simmi og Jói.

Þeir sem vita að þeir komast ekki áfram í Idol Stjörnuleit en vilja gjarnan upplifa þriggja mínútna frægð með þátttöku í keppninni geta til ýmissa ráða gripið. Samkvæmt ráðleggingum frá Einari Bárðarsyni, umboðsmanni Íslands, ættu þeir sem ætla að ná langt í keppninni hins vegar að forðast eftirfarandi fimm atriði varðandi framkomu. Í það minnsta á meðan að á vali keppenda stendur.

5. Syngja alveg hörmulega á mjög einlægan hátt og fara aldrei að hlæja

4. Smella einum rennblautum kossi á Simma eða Jóa í samlokuknúsinu

3. Koma með alla familíuna sem síðan er að deyja úr meðvirkni og smyr sitt eigið nesti frammá gangi á meðan þú æfir og æfir og pabbi þinn spilar undir á gítar

2. Öskra á dómnefndina, þegar hún segir nei takk og kalla hana öllum illum nöfnum, storma svo út um vitlausa hurð

1. Vera í bol með áletruninni "Helvítis Fucking Fuck!!!"

Einar Bárðason segir að fjöldi vongóðra ungra poppara hafi sótt námskeið hjá sér í vikunni til að ná árangri í keppninni og forðast það að gera sig að fífli. Áheyrnarprufur hefjast klukkan átta í fyrramálið og hafa 2000 manns skráð sig til þátttöku. Það er metþátttaka í skráningu fyrir raunveruleikaþátt á Íslandi. Sýningar á Idol Stjörnuleit hefjast föstudaginn 13. febrúar á Stöð 2






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.