Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, dótturfyrirtæki Icelandair Group lokaði NASDAQ markaðnum ásamt Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, við hátíðlega athöfn í kvöld að NASDAQ MarketSite, Times Square í New York.
Birkir Hólm og Gylfi voru staddir í New York vegna ráðstefnu Icelandic American Chamber of Commerce sem ber heitið 'The Icelandic Economy and Outlook' og fjallaði sérstaklega um íslenskt efnahagslíf og helstu atvinnuvegi þess; ferðamennsku, sjávarútveg og orku.