BMW stefnir á titilinn 2009 20. janúar 2009 10:27 Robert Kubica og Nick Heidfeld afhúpa nýjan BMW í Valencia á Spáni í dag. Formúlu 1 lið BMW frumsýndi nýjan keppnisbíl á kappakstursbrautinni í Valencia í dag. BMW mætir sterkt til leiks og það er talið líklegt að liðið verði með eitt ölfugasta KERS kerfiið, sem er nýjungí vélarsal keppnsibíla í ár. Það gefur ökumanni 80 auka hestöfl í 6.5 sekúndur í hverjum hring. Flest lið voru á móti því að nota þennan búnað, en BMW sótti stíft að hann yrði settur í reglur eftir að Max Mosley og FIA komu með tillögu að notkun hans. BMW hefur verið í Formúlu 1 í fjögur ár og það er yfirlýst stefna liðsins að 2009 sé árið sem liðið ætlar að hampa titli eða titlum í Formúlu 1. Robert Kubica og Nick Heidfeld eru ökumenn BMW í ár og þróunarökumaður er Christian Klien. "Það verður mikill munur á því að aka 2009 bílnum og þeim sem við notuðum í fyrra. Það er búið að minnka niðurtog yfirbyggingarinnar um 50% á milli ára. Þá verðum við á raufalausum dekkjum og það er besta breyting í Formúlu 1 í mörg ár", sagði Kubica. Hann var í titilslagnum lengi vel í fyrra og vann sinn fyrsta sigur með BMW og fyrsta sigur liðsins í Kanada. Eftir mótið leiddi hann stigamótið, en náði ekki að halda fengum hlut. Sjá nánar um frumsýninguna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 lið BMW frumsýndi nýjan keppnisbíl á kappakstursbrautinni í Valencia í dag. BMW mætir sterkt til leiks og það er talið líklegt að liðið verði með eitt ölfugasta KERS kerfiið, sem er nýjungí vélarsal keppnsibíla í ár. Það gefur ökumanni 80 auka hestöfl í 6.5 sekúndur í hverjum hring. Flest lið voru á móti því að nota þennan búnað, en BMW sótti stíft að hann yrði settur í reglur eftir að Max Mosley og FIA komu með tillögu að notkun hans. BMW hefur verið í Formúlu 1 í fjögur ár og það er yfirlýst stefna liðsins að 2009 sé árið sem liðið ætlar að hampa titli eða titlum í Formúlu 1. Robert Kubica og Nick Heidfeld eru ökumenn BMW í ár og þróunarökumaður er Christian Klien. "Það verður mikill munur á því að aka 2009 bílnum og þeim sem við notuðum í fyrra. Það er búið að minnka niðurtog yfirbyggingarinnar um 50% á milli ára. Þá verðum við á raufalausum dekkjum og það er besta breyting í Formúlu 1 í mörg ár", sagði Kubica. Hann var í titilslagnum lengi vel í fyrra og vann sinn fyrsta sigur með BMW og fyrsta sigur liðsins í Kanada. Eftir mótið leiddi hann stigamótið, en náði ekki að halda fengum hlut. Sjá nánar um frumsýninguna
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira