Mickelson tilbúinn að snúa aftur Ómar Þorgeirsson skrifar 11. júní 2009 10:15 Phil Mickelson. Nordic photos/Getty images Golfarinn Phil Mickelson mætir aftur til keppni á golfvellinum í dag þegar hann leikur á St. Jude Classic mótinu í Memphis en kappinn er búinn að vera í fríi frá keppni undanfarið til þess að geta staðið við hlið eiginkonu sinnar sem greindist nýverið með brjóstkrabbamein. Mótið í dag verður lokaundirbúningur Mickelson fyrir keppni á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku en hinn 38 ára gamli Mickelson segist ekki gera sér almennilega grein fyrir því hvar hann stendur í leik sínum. „Undanfarnar vikur hafa tekið virkilega á og ég veit ekki enn hvernig mér á eftir að takast að höndla andlegu hliðina. Hvað varðar líkamlegu hlið golfsins þá held ég að ég sé í ágætis málum," segir Mickelson sem var um tíð í öðru sæti á heimslistanum en hefur þó aldrei unnið Opna bandaríska meistaramótið. „Ég er ekki bara að byrja að spila aftur, til þess að spila. Ég ætla að mæta á mótið vegna þess að ég hef trú á því að ég geti unnið," segir Mickelson. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Golfarinn Phil Mickelson mætir aftur til keppni á golfvellinum í dag þegar hann leikur á St. Jude Classic mótinu í Memphis en kappinn er búinn að vera í fríi frá keppni undanfarið til þess að geta staðið við hlið eiginkonu sinnar sem greindist nýverið með brjóstkrabbamein. Mótið í dag verður lokaundirbúningur Mickelson fyrir keppni á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku en hinn 38 ára gamli Mickelson segist ekki gera sér almennilega grein fyrir því hvar hann stendur í leik sínum. „Undanfarnar vikur hafa tekið virkilega á og ég veit ekki enn hvernig mér á eftir að takast að höndla andlegu hliðina. Hvað varðar líkamlegu hlið golfsins þá held ég að ég sé í ágætis málum," segir Mickelson sem var um tíð í öðru sæti á heimslistanum en hefur þó aldrei unnið Opna bandaríska meistaramótið. „Ég er ekki bara að byrja að spila aftur, til þess að spila. Ég ætla að mæta á mótið vegna þess að ég hef trú á því að ég geti unnið," segir Mickelson.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira