Fótbolti

Mourinho er með þjálfaramálin á hreinu

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, þjálfari Inter á Ítalíu, er búinn að leysa óráðin þjálfaramálin á Ítalíu ef marka má svörin sem hann gaf Sky á Ítalíu í dag.

Mourinho sjálfur segir vera 99,9% líkur á því að hann sjálfur verði áfram hjá Inter á næstu leiktíð þrátt fyrir orðróm um að hann sé að taka við Real Madrid.

En Mourinho er líka með það á hreinu hvað nokkrir af kollegum hans eru að fara að gera næsta vetur.

Ekki hefur verið ákveðið hvað verður með þjálfarastöðuna hjá Juventus, Chelsea og AC Milan, en Mourinho er með það allt á hreinu.

"Ciro Ferrara verður áfram með Juventus, Carlo Ancelotti fer til Chelsea og Marco van Basten tekur við Milan," sagði Mourinho.

Ferrara er þjálfari Juventus tímabundið eftir að Claudio Ranieri var rekinn, Ancelotti þykir líklegur til að hætta hjá Milan og taka við Chelsea og þá hefur Van Basten sem nýverið hætti hjá Ajax verið orðaður við félagið sem hann spilaði með á árum áður - AC Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×