Feðgarnir unnu báðir upp mikið forskot á lokakaflanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2009 09:00 Feðgarnir Lofur Ólafsson og Ólafur Björn Loftsson fagna saman í gær. Mynd/Daníel Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár. Loftur Ólafsson, faðir Ólafs, vann Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholtinu 1972 þegar hann var 19 ára gamall en hann átti einnig þátt í þessum titli sonar síns því hann var kylfusveinn stráksins sem verður 22 ára gamall í næsta mánuði. Þegar lokahringur feðganna er borinn saman kemur í ljóst að báðir þurftu þeir að vinna upp mikið forskot á lokasprettinum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1972 var Loftur Ólafsson fjórum höggum á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar þeir höfðu spilað þrettán fyrstu holurnar á fjórða hringnum. Loftur vann upp fjögur högg á næstu holum og tryggði sér að lokum tveggja högga forskot. Ef umspilið í ár er talið með þá spiluðu báðir feðgarnir sex höggum betur en aðalkeppninautar þeirra á síðustu fimm holunum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan breyttist á lokaholunum hjá þeim báðum. Samanburður á Íslandsmótinu í höggleik 1972 og 2009 Fyrir lokadag 1972 Loftur Ólafsson var með 4 högga forskot fyrir lokadaginn 2009 Ólafur Björn Loftsson var einu höggi á eftir fyrir lokadaginn Eftir 13. holu 1972 Björgvin Þorsteinsson átti 4 högg á Loft Ólafsson 2009 Stefán Már Stefánsson átti 4 högg á Ólaf Björn Loftsson Eftir 14. holu1972 Björgvin +2 2009 Stefán Már +4 Eftir 15. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +3 Eftir 16. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +2 Eftir 17. holu 1972 Loftur +1 2009 Stefán Már +1 Eftir 18. holu 1972 Loftur +2 2009 Jafnir - umspil Eftir umspil 2009 Ólafur +2 Íslandsmeistari 1972 - Loftur Ólafsson Íslandsmeistari 2009 - Ólafur Björn Loftsson Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár. Loftur Ólafsson, faðir Ólafs, vann Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholtinu 1972 þegar hann var 19 ára gamall en hann átti einnig þátt í þessum titli sonar síns því hann var kylfusveinn stráksins sem verður 22 ára gamall í næsta mánuði. Þegar lokahringur feðganna er borinn saman kemur í ljóst að báðir þurftu þeir að vinna upp mikið forskot á lokasprettinum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1972 var Loftur Ólafsson fjórum höggum á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar þeir höfðu spilað þrettán fyrstu holurnar á fjórða hringnum. Loftur vann upp fjögur högg á næstu holum og tryggði sér að lokum tveggja högga forskot. Ef umspilið í ár er talið með þá spiluðu báðir feðgarnir sex höggum betur en aðalkeppninautar þeirra á síðustu fimm holunum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan breyttist á lokaholunum hjá þeim báðum. Samanburður á Íslandsmótinu í höggleik 1972 og 2009 Fyrir lokadag 1972 Loftur Ólafsson var með 4 högga forskot fyrir lokadaginn 2009 Ólafur Björn Loftsson var einu höggi á eftir fyrir lokadaginn Eftir 13. holu 1972 Björgvin Þorsteinsson átti 4 högg á Loft Ólafsson 2009 Stefán Már Stefánsson átti 4 högg á Ólaf Björn Loftsson Eftir 14. holu1972 Björgvin +2 2009 Stefán Már +4 Eftir 15. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +3 Eftir 16. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +2 Eftir 17. holu 1972 Loftur +1 2009 Stefán Már +1 Eftir 18. holu 1972 Loftur +2 2009 Jafnir - umspil Eftir umspil 2009 Ólafur +2 Íslandsmeistari 1972 - Loftur Ólafsson Íslandsmeistari 2009 - Ólafur Björn Loftsson
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira