Breska stjórnin bjargar ekki Honda 2. febrúar 2009 13:03 Honda liðið er tilbúið með nýjan bíl fyrir komandi tímabil, en japanska bílaverksmiðjan vill selja liðið með manni og mús fyrir 1. mars. mynd: kappakstur.is Forráðamenn Formúlu 1 liðs Honda róa lífróður til að bjarga liðinu sem skipar 700 starfsmenn.Honda bílaverksmiðjan hefur gefið yfirmönnum liðsins tíma til 1. mars til að selja liðið, að öðrum kosti verði bækistöð liðsins í Bretlandi lokað. Dagblaðið The Guardian hélt því fram í liðinni viku að breska ríkið væri að skoða að veita liðinu fé úr sérstökum sjóði, sem nefnist BERR. Liðið komi til greina þar sem velta þess sé yfir 25 miljónir punda á ári og að störf 700 manna séu í hættu. Forráðamenn Honda viðurkenna að þeir hafi rætt við BERR í nokkur skipti, en það sé ekki tengt því að fá styrk eða greiðslu frá ríkissjóði Breta. Talsmenn sjóðsins segja hins vegar að Honda liðið geti vel sótt um styrk til sjóðsins. Hvert tilfelli sé skoðað af kostgæfni. Trúlega vilja Honda menn draga úr umræðunni um slíkt til að valda ekki úlfúð á breska markaðnum sem berst í bökkum þessa dagana. Þá hefur liðði leitað fanga í löndum við Persaflóa, en þar er meira fjármagn en víða vegna olíuauðs. Akstursíþróttir eru stór iðnaður í Bretlandi og yfir 50.000 manns vinna beinlínis í störfum sem tengjast akstursíþróttum. Flest Formúlu 1 lið eru með breskar bækistöðvar, en það eru McLaren, Red Bull, Renault, Force India og Williams. Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Forráðamenn Formúlu 1 liðs Honda róa lífróður til að bjarga liðinu sem skipar 700 starfsmenn.Honda bílaverksmiðjan hefur gefið yfirmönnum liðsins tíma til 1. mars til að selja liðið, að öðrum kosti verði bækistöð liðsins í Bretlandi lokað. Dagblaðið The Guardian hélt því fram í liðinni viku að breska ríkið væri að skoða að veita liðinu fé úr sérstökum sjóði, sem nefnist BERR. Liðið komi til greina þar sem velta þess sé yfir 25 miljónir punda á ári og að störf 700 manna séu í hættu. Forráðamenn Honda viðurkenna að þeir hafi rætt við BERR í nokkur skipti, en það sé ekki tengt því að fá styrk eða greiðslu frá ríkissjóði Breta. Talsmenn sjóðsins segja hins vegar að Honda liðið geti vel sótt um styrk til sjóðsins. Hvert tilfelli sé skoðað af kostgæfni. Trúlega vilja Honda menn draga úr umræðunni um slíkt til að valda ekki úlfúð á breska markaðnum sem berst í bökkum þessa dagana. Þá hefur liðði leitað fanga í löndum við Persaflóa, en þar er meira fjármagn en víða vegna olíuauðs. Akstursíþróttir eru stór iðnaður í Bretlandi og yfir 50.000 manns vinna beinlínis í störfum sem tengjast akstursíþróttum. Flest Formúlu 1 lið eru með breskar bækistöðvar, en það eru McLaren, Red Bull, Renault, Force India og Williams.
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti