Viðskipti erlent

Auknar líkur á gull- og wolframvinnslu á Grænlandi

Nýjar rannsóknir á vegum NunaMinerals á Grænlandi gefa auknar líkur og vonir á því að finna þar gull og wolfram í vinnanlegu magni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá NunaMinerals til kauphallarinnar í Kaupmannahöfn. Sem stendur eru jarðfræðingar á vegum félagsins við rannsóknir á Ymer eyjunni á norðausturhluta Grænlands.

Wolfram er mjög harður málmur sem notaður er m.a. í allskyns skurðverkfæri og í túrbínur þotuhreyfla. Sem stendur kemur 90% af heimsframleiðslunni á Wolfram frá Kína.

Samkvæmt samkomulagi milli Grænlands og Danmerkur frá Grænlendingar fyrstu 75 milljónir danskra kr. af námuvinnslunni á hverju ári en það sem umfram er skiptist jafnt milli landanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×