Enski boltinn

Chelsea er með augastað á hinum nýja Kaká

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Mirror ætlar Chelsea að tryggja sér þjónustu Brasilíumannsins bráðefnilega Lucas Piazon frá Sao Paolo sem hefur verið kallaður „hinn nýi Kaká" í þarlendum fjölmiðlum.

Piazon er fyrirliði U-15 ára landsliðs Brasilíu og talið er að Chelsea sé að leiða kapphlaupið um leikmanninn og knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti vonast til þess að fá hann strax til Lundúnafélagsins í janúar.

Fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni sáu Piazon spila á hinu árlega Nike Youth Cup móti í Manchester en á því móti slógu einmitt brasilísku tvíburarnir Fabio og Rafael da Silva í gegn á sínum tíma en þeir leika sem kunnugt er með Englandsmeisturum Manchester United í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×