Körfubolti

Hreggviður: Erfitt að missa Ómar

Hreggviður í leik gegn KR í vetur
Hreggviður í leik gegn KR í vetur

Hreggviður Magnússon, leikmaður ÍR, segist sjá eftir félaga sínum Ómari Sævarssyni sem í gær ákvað að ganga í raðir Grindavíkur í Iceland Express deildinni í körfubolta.

Vísir heyrði í Hreggviði og spurði hann út í brotthvarf Ómars og hans eigin áform fyrir næsta vetur.

"Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við ÍR og er uppalinn ÍR-ingur. Mig langar að vinna fullt af titlum með ÍR. Ég er með blátt blóð í æðum en Ómar var það nú líka, þannig að margt getur nú gerst í þessu, en hjarta mitt liggur hjá ÍR," sagði Hreggviður.

"Það er að sjálfssögðu erfitt að missa Ómar því hann er góður drengur bæði innan sem utan vallar og mikill baráttuhundur sem var að berjast um frákastatitilinn alla leiktíðina. Ég er þá að verða eini stóri maðurinn eftir í liðinu, en þetta opnar bara dyrnar fyrir nýja menn sem gætu komið inn og myndað nýjan og skemmtilegan hóp," sagði Hreggviður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×