Lífið

Fékk handavinnuna í arf

Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hannar flíkur á litlar telpur og drengi.
Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hannar flíkur á litlar telpur og drengi.
Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hannar skemmtilegar barnaflíkur undir nafninu Sunbird. Sunna Dögg útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem fatahönnuður hjá Nikita.

Sunna Dögg segist hafa fengið handavinnuna í arf frá móður sinni og hefur saumað og prjónað frá því hún var barn. Hún gerði sína fyrstu barnafatalínu fyrir níu árum en hefur síðan þá aðallega verið að hanna flíkur á lítil frændsystkini. „Þessi hugmynd hefur blundað í mér lengi. Ég gerði eina litla barnalínu fyrir tæpum níu árum og hef síðan þá mest verið að hanna á frændsystkini mín. Ég held að þessi hugmynd hafi fyrst kviknað þegar mamma mín minntist á hversu lítið úrval af fötum væri fyrir litla stráka miðað við úrvalið sem var til fyrir stelpur. Þá fór ég af stað og hannaði nokkrar flíkur á stráka,“ segir Sunna Dögg og bætir við að eftir hún eignaðist sjálf litla stúlku hafi hún þó farið að hanna stúlkuföt í meira magni.

„Ég fæ auðvitað endalausan innblástur frá dóttur minni. Mér finnst gaman að fylgjast með börnum og sjá hvernig þau hreyfa sig algjörlega ómeðvituð um stund og stað. Ég passa að fötin hefti hvergi hreyfigetu þeirra og að það sé mikill leikur í flíkunum.“

Sunbird-vörurnar er hægt að skoða á vefsíðunni www.sunbirdkids.com og á Facebook-síðu Sunbird. - sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.