Enski boltinn

United ætlar að bjóða van der Sar nýjan samning

Ómar Þorgeirsson skrifar
Edwin van der Sar.
Edwin van der Sar. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Manchester Evening News mun hinum 39 ára gamla markverði Edwin van der Sar standa til boða að framlengja samning sinn við Englandsmeistara Manchester United um annað ár.

Markvörðurinn gamalreyndi er talinn líklegur til þess að taka boðinu en fregnirnar þykja aftur á móti benda til þess að annað hvor varamarkvarðanna Tomasz Kuszczak eða Ben Foster muni færa sig um set ef van der Sar ákveður að vera áfram.

Foster lýsti nýlega yfir óánægju með að fá ekki að spila meira og Kuszczak er enn neðar en hann í goggunarröðinni á Old Trafford.

United hefur þess utan verið sterklega orðað við markvörðinn Igor Akinfeev hjá CSKA Moskva og jafnvel búist við því að eitthvað gerist í því máli þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×