Fótbolti

Ballack missir af landsleiknum vegna sýkingar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Ballack í leik með Chelsea.
Michael Ballack í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Michael Ballack mun ekki spila með Þýskalandi sem mætir Fílabeinsströndinni í vináttulandsleik annað kvöld.

Ballack er með sýkingu í hné og sagði Joachim Löw landsliðsþjálfari Þjóðverja að hann þyrfti að hvílast í nokkra daga.

Þar með er óljóst hvort að Ballack geti spilað með Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×