Viðskipti erlent

Uppfærður Facebook ormur reynir að lokka fólk

Búið er að uppfæra tölvuorminn Koobface sem herjar á notendur Facebook og Myspace. Nú reynir ormurinn að lokka fólk til að kaupa ónothæft veiruvarnaforrit.

Samkvæmt upplýsingum frá tölvuöryggisfélaginu CSIS er hin uppfærða útgáfa af orminum þannig að hann niðurhalar „forritinu" inn á vefsíður Facebook og Myspace og býður síðan notendum þar „forritið" til kaups. Verðið á því er mun lægra en á raunverulegu veiruvarnaforriti.

Ef notandinn lætur lokkast til að kaupa þessa „vöru" er ormurinn kominn inn í stýrikerfi tölvunnar þar sem hann tekur til við að þefa uppi allar viðskiptaupplýsingar um eigenda tölvunnar sem þar er að finna.

Í framhaldi af þessu hafa bæði Conficker ormurinn og vírusinn Waledec hoppað á vagninn og bjóða nú svipaða „vöru" til sölu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×