Lífið

Casablancas með jólalag

julian casablancas Söngvari The Strokes gefur út jólalag í desember.
julian casablancas Söngvari The Strokes gefur út jólalag í desember.

Julian Casablancas, söngvari The Strokes, ætlar á næstunni að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið er hans útgáfa af I Wish It Was Christmas Today, sem heyrðist fyrst í bandaríska gamanþættinum Saturday Night Live.

„Það var gaman að semja þetta lag. Allir virðast gera jólalög einhvern tímann á lífsleiðinni og þess vegna langaði mig að prófa þetta,“ sagði Casablancas, sem gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrr í vikunni. „Núna get ég strikað þetta út af listanum mínum.“ Lagið kemur út til niðurhals og á sjö tommu smáskífu 21. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.