Brawn bjartsýnn fyrir Mónakó 19. maí 2009 08:04 Formúlu 1 bílar þeysa um höfnina í Mónakó og listisnekkjur ríka fólksins fylla höfnina. Mynd: Getty Images Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu. Brawn liðið hefur unnið 4 mót af 5 á árinu, en 17 mót fara fram. Bretinn Lewis Hamilton vann keppnina í Mónakó í fyrra í grenjandi rigningu. Keppnin á götum Mónakó er mjög vinsæl í sjónvarpi, þrátt fyrir að keppnin sé sú hægasta á árinu. Ákveðinn sjarmi hvílir yfir mótshaldinu og kvikmyndastjörnur mæta á svæðið frá kvikmyndahátiðinni í Cannes. "Mótið er mjög sérstakt og óútreiknanlegt og menn verða að halda vöku sinni. Það er lítið pláss til að athafna sig, hvort sem um ræðir þjónustusvæðin eða brautina sjálfa. Þetta er stressandi mót", sagði Brawn. "Það má engin mistök gera í akstri, hvort sem um ræðir æfingar, tímatöku eða keppni. Það gerir keppnina svo spennandi. Ég tel að bílar okkar muni virka vel í Mónakó, þar sem brautin er krókótt og bíllinn lætur vel af stjórn." "Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello eru nákvæmir ökumenn og markmið beggja verður að reyna að ná sem fremstum stað á ráslínu. Það er lykill að góðum árangri í Mónakó", sagði Brawn. Sérstakur upphitunarþáttur verður fyrir Mónakó kappaksturinn á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00 og sýnt verður frá æfingum strax að honum loknum. Sjá brautarlýsingu frá Mónalkó Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu. Brawn liðið hefur unnið 4 mót af 5 á árinu, en 17 mót fara fram. Bretinn Lewis Hamilton vann keppnina í Mónakó í fyrra í grenjandi rigningu. Keppnin á götum Mónakó er mjög vinsæl í sjónvarpi, þrátt fyrir að keppnin sé sú hægasta á árinu. Ákveðinn sjarmi hvílir yfir mótshaldinu og kvikmyndastjörnur mæta á svæðið frá kvikmyndahátiðinni í Cannes. "Mótið er mjög sérstakt og óútreiknanlegt og menn verða að halda vöku sinni. Það er lítið pláss til að athafna sig, hvort sem um ræðir þjónustusvæðin eða brautina sjálfa. Þetta er stressandi mót", sagði Brawn. "Það má engin mistök gera í akstri, hvort sem um ræðir æfingar, tímatöku eða keppni. Það gerir keppnina svo spennandi. Ég tel að bílar okkar muni virka vel í Mónakó, þar sem brautin er krókótt og bíllinn lætur vel af stjórn." "Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello eru nákvæmir ökumenn og markmið beggja verður að reyna að ná sem fremstum stað á ráslínu. Það er lykill að góðum árangri í Mónakó", sagði Brawn. Sérstakur upphitunarþáttur verður fyrir Mónakó kappaksturinn á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00 og sýnt verður frá æfingum strax að honum loknum. Sjá brautarlýsingu frá Mónalkó
Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira