Ecclestone til varnar Ferrari gegn FIA 4. maí 2009 12:15 Ferrari hefur keppt í Formúlu 1 frá árinu 1950. Bernie Ecclestone hefur komið til varnar Ferrari eftir dæmalausa yfirlýsingu Max Mosley hjá FIA í síðustu viku. Þar gaf forseti FIA það í skyn að Formúla 1 gæti léttilega séð á eftir Ferrari, ef liðið vildi hætta í Formúlu 1. Luca Montezemolo forseti Ferrari hafði áður sagt að hugmyndir Mosley um niðurskurð rekstrarkostnaðar á næsta ári væru óraunhæfar og ekki í takt við raunveruleikann. "Það væri sárt að missa Ferrari, þetta er landslið Ítalíu. En stjórn fyrirtækisins hlýtur að vilja skera rekstrarkostnað niður eins og önnur lið", sagði Mosley, en Montezemolo finnst óraunhæft að kostnaður við rekstur liðs á næsta ári verði 40 miljón sterlingspund í stað 250-300 eins og nú er. Mosley vill tvær útgáfur bíla á næsta ári, fyrir efnameiri lið og efnaminni. "Það vilja allir minnka rekstrarkostnað, líka Ferrari. En menn hafa áhyggjur af þeim tölum sem hafa verið nefndar og líka þessari hugmynd um tvær útgáfur bíla. Þetta er eitthvað sem verður að semja um. En Mosley fær ekki að eyðileggja möguleika Ferrari í Formúlu 1. Ég leyfi því ekki að gerast. Engin skyldi rífast opinberlega við Mosley, hann er klókur. Það vinnur hann engin í rökræðum", sagði Ecclestone. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone hefur komið til varnar Ferrari eftir dæmalausa yfirlýsingu Max Mosley hjá FIA í síðustu viku. Þar gaf forseti FIA það í skyn að Formúla 1 gæti léttilega séð á eftir Ferrari, ef liðið vildi hætta í Formúlu 1. Luca Montezemolo forseti Ferrari hafði áður sagt að hugmyndir Mosley um niðurskurð rekstrarkostnaðar á næsta ári væru óraunhæfar og ekki í takt við raunveruleikann. "Það væri sárt að missa Ferrari, þetta er landslið Ítalíu. En stjórn fyrirtækisins hlýtur að vilja skera rekstrarkostnað niður eins og önnur lið", sagði Mosley, en Montezemolo finnst óraunhæft að kostnaður við rekstur liðs á næsta ári verði 40 miljón sterlingspund í stað 250-300 eins og nú er. Mosley vill tvær útgáfur bíla á næsta ári, fyrir efnameiri lið og efnaminni. "Það vilja allir minnka rekstrarkostnað, líka Ferrari. En menn hafa áhyggjur af þeim tölum sem hafa verið nefndar og líka þessari hugmynd um tvær útgáfur bíla. Þetta er eitthvað sem verður að semja um. En Mosley fær ekki að eyðileggja möguleika Ferrari í Formúlu 1. Ég leyfi því ekki að gerast. Engin skyldi rífast opinberlega við Mosley, hann er klókur. Það vinnur hann engin í rökræðum", sagði Ecclestone.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira