Viðskipti erlent

Málflutningur í Héraðsdómi vegna peningamarkaðssjóðanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbankanum var stefnt vegna peningamarkaðssjóðanna. Mynd/ GVA.
Landsbankanum var stefnt vegna peningamarkaðssjóðanna. Mynd/ GVA.
Aðalmeðferð fer fram í máli eigenda hlutdeildarskirteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka dótturfélagi bankans í lok ágúst.

Landsvaki hf. var dótturfyrirtæki Landsbankans og rak peningamarkaðssjóði bankans. Þegar sjóðunum var slitið eftir hrun Landsbankans í október varð ljóst að veruleg skerðing varð á eignum þeirra sem áttu hluti í sjóðnum, en eigendur fengu einungis tæp 69% af eigum sínum greiddar til baka.

Hópur manna sem áttu hlutdeildarskirteini í sjóðnum ákvað því að stefna gamla Landsbankanum og Landsvaka og var málið þingfest í byrjun árs. Fyrsta málið verður svo tekið til aðalmeðferðar þann 28. ágúst næstkomandi. Jóhann Hafstein, lögmaður hjá Ergo lögmönnum, segir að það verði væntanlega fyrsta málið sem verður flutt fyrir dómstólum vegna bankahrunsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×