Viltu krónu, manni? Stefán Benediktsson skrifar 17. apríl 2009 06:00 Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns. Undanfarið hefur bergmálað í eyrum okkar að innganga í Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu sé engin lausn af því að hún geti ekki virkað nógu hratt, sé „ekki skyndilausn“. Ekki veit ég hvernig fólk sem talar svona lifir lífinu eða hefur samskipti. Hafnar það öllum lausnum, nema skyndilausnum? Pantar það aldrei flugmiða, leikhúsmiða eða steypu? Hefur það aldrei skapað nýja framtíð, verið á leiðinni í leikhús, ferðalag eða steypuvinnu, í stað þess að gera ekki neitt? Skyndilausnir eiga við í matargerð en ekki til að reka samfélag. „Viltu krónu, manni?“ eða „viltu evru, manni?“ Menn eiga ekki erfitt að velja í dag og mér segir svo hugur að fáir sjái fram á að þeir velji einhvern tíma krónu fram yfir evru. Kannski finnast svo þjóðhollir menn í dag að þeir taki frekar krónuna en jafnvel þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að öngvir munu vilja skipta á henni og evru nema á undirmálsverði því það er krónan orðin; undirmálsgjaldmiðill. Við munum aldrei aftur geta sagt „viltu jöklabréf manni“ því krónan mun aldrei öðlast traust aftur í alþjóðaviðskiptum. Hún getur styrkst en hún verður alltaf lögð í einelti á einn veg eða annan. Hún verður alltaf veikburða leiksoppur, keypt eða seld eftir því hvernig gengið er þennan eða hinn daginn. Hún mun bara viðhalda óstöðugleika. Viljum við ekki búa við lægra verðlag, hærri laun, lægri skatta, lægri vexti og hærra þjónustustig en við búum við núna? Að ég tali nú ekki um líf án verðbólgu. Á fjölskylda okkar það ekki skilið að geta notað laun sín án þess að verðbólga skerði þau um 25%? Þá er ég ekki farinn að minnast á verðtrygginguna. Innan fárra daga kjósum við milli flokka sem vilja krónu með háum vöxtum og verðlagi ásamt lágum launum, lágu þjónustustigi, verðbólgu, gjaldeyrishöftum og þeirri afsiðun sem því fylgir eða þeirra sem vilja vera aðili Evrópusambandinu, nota evru, búa á einu verðlags- og þjónustusvæði án hafta í samstarfi við ríki sem hafa gert það að markmiði sínu að auka jöfnuð í sínum heimshluta í þágu friðar. Það gleymist of oft að ESB eru 500 milljón manna friðarsamtök. Kæru stjórnmálamenn! Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að krónan sé okkar framtíðargjaldmiðill. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að Seðlabanki Íslands sé betri vörn gegn sveiflum á peningamarkaði en Seðlabanki Evrópu. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að íslenskt lýðræði sé betra en evrópskt lýðræði. Fréttirnar segja okkur allt annað. Ekki gera ekki neitt. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns. Undanfarið hefur bergmálað í eyrum okkar að innganga í Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu sé engin lausn af því að hún geti ekki virkað nógu hratt, sé „ekki skyndilausn“. Ekki veit ég hvernig fólk sem talar svona lifir lífinu eða hefur samskipti. Hafnar það öllum lausnum, nema skyndilausnum? Pantar það aldrei flugmiða, leikhúsmiða eða steypu? Hefur það aldrei skapað nýja framtíð, verið á leiðinni í leikhús, ferðalag eða steypuvinnu, í stað þess að gera ekki neitt? Skyndilausnir eiga við í matargerð en ekki til að reka samfélag. „Viltu krónu, manni?“ eða „viltu evru, manni?“ Menn eiga ekki erfitt að velja í dag og mér segir svo hugur að fáir sjái fram á að þeir velji einhvern tíma krónu fram yfir evru. Kannski finnast svo þjóðhollir menn í dag að þeir taki frekar krónuna en jafnvel þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að öngvir munu vilja skipta á henni og evru nema á undirmálsverði því það er krónan orðin; undirmálsgjaldmiðill. Við munum aldrei aftur geta sagt „viltu jöklabréf manni“ því krónan mun aldrei öðlast traust aftur í alþjóðaviðskiptum. Hún getur styrkst en hún verður alltaf lögð í einelti á einn veg eða annan. Hún verður alltaf veikburða leiksoppur, keypt eða seld eftir því hvernig gengið er þennan eða hinn daginn. Hún mun bara viðhalda óstöðugleika. Viljum við ekki búa við lægra verðlag, hærri laun, lægri skatta, lægri vexti og hærra þjónustustig en við búum við núna? Að ég tali nú ekki um líf án verðbólgu. Á fjölskylda okkar það ekki skilið að geta notað laun sín án þess að verðbólga skerði þau um 25%? Þá er ég ekki farinn að minnast á verðtrygginguna. Innan fárra daga kjósum við milli flokka sem vilja krónu með háum vöxtum og verðlagi ásamt lágum launum, lágu þjónustustigi, verðbólgu, gjaldeyrishöftum og þeirri afsiðun sem því fylgir eða þeirra sem vilja vera aðili Evrópusambandinu, nota evru, búa á einu verðlags- og þjónustusvæði án hafta í samstarfi við ríki sem hafa gert það að markmiði sínu að auka jöfnuð í sínum heimshluta í þágu friðar. Það gleymist of oft að ESB eru 500 milljón manna friðarsamtök. Kæru stjórnmálamenn! Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að krónan sé okkar framtíðargjaldmiðill. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að Seðlabanki Íslands sé betri vörn gegn sveiflum á peningamarkaði en Seðlabanki Evrópu. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að íslenskt lýðræði sé betra en evrópskt lýðræði. Fréttirnar segja okkur allt annað. Ekki gera ekki neitt. Höfundur er arkitekt.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar