Innlent

Kjarvalsmálverki stolið á Kjarvalsstöðum

Kjarvalsstaðir.
Kjarvalsstaðir. Mynd/GVA
Málverki eftir Kjarval var stolið um hábjartan dag á Kjarvalsstöðum í gær þegar karlmaður gekk inn á safnið laust eftir klukkan tvö og tók eitt af verkum listamannsins sem var í sýningarsal og hafði á brott með sér ásamt öðrum manni.

Tiltækt lið lögreglu var kallað á staðinn og upphófst leit af mönnunum. Þeir voru handteknir síðar í gær, að sögn lögreglu. Ekki fékkst uppgefið hvort búið væri að finna málverkið.

Ekki fékkst uppgefið um hvað verk Kjarvals ræðir en vitað er að einungis fínustu, og jafnframt þau verðmætustu, eru sett upp til sýningar í safninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×