Sport

Phelps sleppur með skrekkinn

Nordic Photos/Getty Images

Hvorki Alþjóða ólympíunefndin né Ólympíunefnd Bandaríkjanna ætla sér að aðhafast nokkuð í hasspípuhneyksli sundkappans Michael Phelps.

Breska blaðið News of the World birti um helgina myndir af þessum sigursælasta ólympíufara allra tíma þar sem hann mundaði hasspípu í nemendagleðskap í heimalandinu.

Það var þremur mánuðum eftir að hann vann til átta gullverðlauna á ólympíuleikunum.

Sú neikvæða athygli sem málið hefur fengið gæti þó átt eftir að hafa áhrif á auglýsingatekjur og styrktarsamninga sundmannsins.

Phelps baðst auðmjúklega afsökunar á mistökum sínum en svaraði því aldrei hvort hann hefði notað eiturlyf.

Kannabisreykingar utan keppnistímabils flokkast ekki sem brot á alþjóðlegum reglum um lyfjanotkun í íþróttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×