Fótbolti

AC Milan tapaði og Inter orðið meistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan og félagar hafa þaggað niður í efasemdarmönnum.
Zlatan og félagar hafa þaggað niður í efasemdarmönnum. Nordic Photos/Getty Images

Internazionale varð í kvöld Ítalíumeistari í knattspyrnu. Liðið þurfti reyndar ekki að reima sig skóna í kvöld til þess að verða meistari því eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná liðinu, AC Milan, tapaði í kvöld.

Milan lá á útivelli fyrir Udinese, 2-1, og leikmenn Inter hafa því fagnað heima yfir sjónvarpinu.

Gaetano D´Agostino og Christian Zapata skoruðu fyrir Udinese en Massimo Ambrosini klóraði í bakkann fyrir Milan á lokamínútu leiksins. Of lítið og allt of seint.

Inter varð því meistari á sínu fyrsta ári með Jose Mourinho sem hefur nú gert félög að meisturum í Portúgal, Englandi og Ítalíu. Hver veit nema hann reyni næst fyrir sér á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×