Lífið

Strákarnir sæddu ekki kúna

Engin sæðing Strákarnir tveir, Auðunn Blöndal og Sverrir Þór, höfðu ekkert með sæðingu kýrinnar að gera. fréttablaðið/Stefán
Engin sæðing Strákarnir tveir, Auðunn Blöndal og Sverrir Þór, höfðu ekkert með sæðingu kýrinnar að gera. fréttablaðið/Stefán

„Ég fór fram úr mér með því að segja að við hefðum sætt kúna. Ég held að enginn heilbrigður bóndi myndi hafa leyft mönnum eins og mér og Audda að sæða kú.

Við Auðunn vorum að sjálfsögðu aðeins hjálparhellur í þessu mikla ferli. Við vorum auðvitað með í að sæða kú. En framkvæmdum ekki athöfnina sjálfa,“ segir Sverrir Þór Sverrisson sjónvarpsmaður.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að þeir félagar hefðu sætt kú fyrir sjónvarpsþátt sinn, Strákarnir. Fréttin vakti hörð viðbrögð. Sverrir viðurkennir að hann hafi ýkt þetta.

Hið rétta í málinu sé að þeir hafi hreinsað út úr endaþarmi kýrinnar eins og lög gera ráð fyrir. „Já, sko, við vorum náttúrlega þarna þrír. Ég, Auðunn og svo sérstakur sáðmaður. Mér fannst í raun magnaðast að sjá hversu mikil vinna er lögð í þetta og hvað það er vandað vel til verks.“

Formaður Dýralækningafélagsins, Guðbjörg Þorvarðardóttir, var harðorð í garð athæfisins þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún sagði það skipta litlu máli hvort strákarnir hefðu sætt kúna eða ekki. Guðbjörg vonðaðist til að umrætt atriði yrði ekki sýnt en Sverrir Þór og félagar ætla ekki að verða við þeirri bón.

„Nei, að sjálfsögðu munum við sýna þetta atriði, við teljum að þarna sé ekki verið að niðurlægja dýrið heldur einfaldlega verið að sýna hvernig svona er gert.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.