Fótbolti

Alsír tryggði sér sæti á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmaður Alsírs á leiknum í kvöld.
Stuðningsmaður Alsírs á leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP

Alsír vann í dag 1-0 sigur á Egyptalandi í hreinum úrslitaleik um hvort liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku á næsta ári.

Þessi lið mættust um helgina og þá vann Egyptaland 2-0 sigur. Úrslitin þýddu að bæði lið voru hnífjöfn á toppi síns riðils og þar að auki með jafnan árangur í innbyrðisviðureignum liðanna.

Leikurinn fór í dag fram í Súdan, á hlutlausum velli. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en þar var Antar Yahia að verki með föstu skoti úr vítateignum í slána og inn.

Gríðarleg öryggisgæsla var á leikvangnum í Súdan í kvöld enda spennan gríðarleg á meðal áhangenda liðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×