Golf

Lögreglan mun yfirheyra Tiger

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Nordic Photos/Getty Images

Tiger Woods mun verða yfirheyrður af lögreglu vegna árekstursins skammt frá heimili hans í Flórída í Bandaríkjunum í gær.

Í fyrsta var óttast að Woods hefði slasast alvarlega er hann keyrði á bæði brunahana og tré en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Líðan hans er sagð góð.

Það var Elin, eiginkona Tigers, sem heyrði hvað hafði gerst og bjargaði honum með því að brjóta bílrúðu með golfkylfu og draga hann úr bílnum.

Lögreglan sagði að þeir hefðu reynt að ná tali af Woods í gærkvöldi en Elin hafi þá sagt að hann væri sofandi. Það hafi því verið ákveðið að hittast í dag.

Samkvæmt lögreglunni er Tiger þó ekki grunaður um ölvunarakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×