Fótbolti

Drobga biðst afsökunar á hegðun sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba vildi fá víti hér eins og oft í leiknum.
Didier Drogba vildi fá víti hér eins og oft í leiknum. Mynd/AFP

Chelsea-maðurinn Didier Drogba hefur sent frá sér formlega afsökunarbeiðni vegna hegðun sinnar eftir seinni undanúrslitaleik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Drogba lét öllum illum látum eftir leikinn og lét bæði norska dómarann Tom Henning Ovrebo heyra það auk þess að senda hörð skilaboð beint inn í stofu í gegnum næstu myndavél.

„Ég var mjög æstur yfir því sem gerðist í leiknum en eftir að horfa á myndirnar aftur þá geri ég mér grein fyrir því að ég brást vitlaust við. Ég geri mér líka grein fyrir því að orðbragðið mitt var ekki við hæfi ekki síst fyrir börnin sem sátu heima í stofu. Ég sé eftir því að í hita leiksins hafi ég látið pirring og vonbrigði blinda mig. Fyrir það biðst ég afsökunar," segir í yfirlýsingu frá Drogba.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×