Keflavík tryggði sér í kvöld 2. sæti A-riðils í Iceland Express deild kvenna með sigri á Hamar í Hveragerði, 81-76.
Þar sem að KR tapaði fyrir Haukum í kvöld er Keflavík nú með sex stiga forystu á KR þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.
Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 20 stig fyrir Keflavík og þær Bryndís Guðmundsdóttir og Birna Valgarðsdóttir fjórtán hvor. Hjá Hamar var LaKiste Barkus stigahæst með 29 stig og Julia Demirer kom næst með 21 auk þess sem hún tók nítján fráköst.
Í B-riðli vann Snæfell góðan sigur á Grindavík á heimavelli, 78-63, og heldur þar með í veika von um að ná í síðasta sætið í úrslitakeppninni. Fjórum stigum munar nú á liðinum en Grindavík er í 2. sæti B-riðils en Snæfell í því þriðja.
Kristen Green var stigahæst hjá Snæfelli með 37 stig en þær Ólöf Helga Pálsdóttir og Helga Hallgrímsdóttir skoruðu tólf stig hvor fyrir Grindavík.
Keflavík öruggt með 2. sætið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn





Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn