Lífið

Hamingjusamur Heff

Hugh Hefner segist ekki ætla að setjast í helgan stein.
Hugh Hefner segist ekki ætla að setjast í helgan stein.

Verið er að reyna að fá handritshöfundinn Diablo Cody, sem skrifaði handritið að kvikmyndinni Juno, til að taka að sér að semja handrit að kvikmynd um ævi Hugh Hefner. Auk þess eru í bígerð tveir sjónvarpsþættir um líf Hefners; annar mun fjalla um kanínur sjöunda áratugarins en hinn verður byggður á ævisögu Hefners sem kom út fyrir stuttu.

Hinn 83 ára gamli Hefner ætlar ekki að setjast í helgan stein á næstunni og telur að vinnan sé það sem haldi honum á lífi. „Ég tel að það sé upphafið að endalokunum þegar menn hætta að vinna. Sjónvarpsþátturinn The Girls Next Door og útgáfa tímaritsins halda í mér lífinu. Ég ætla ekki að setjast í helgan stein."

Hefner, sem skipti út kærustum fyrir nokkru, segist ánægður í faðmi hinnar 23 ára Crystal og tvíburanna Karissu og Kristinu. „Ég gæti ekki verið hamingjusamari. Ég er lukkunnar pamfíll og ég veit það. Ég fékk mjög hjartnæmt bréf frá ömmu tvíburanna þar sem hún lýsir yfir ánægju sinni með það að stúlkurnar skuli búa hér hjá mér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.