Fótbolti

Ferguson: England vinnur ekki á HM í Suður-Afríku

Ómar Þorgeirsson skrifar
Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney ásamt Sir Alex Ferguson.
Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney ásamt Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United telur að enska landsliðið sem margir spá velgengni á lokakeppni HM næsta sumar muni ekki standa uppi sem heimsmeistarar.

Skotinn hallast frekar að sigri brasilíska landsliðsins sem eru fimmfaldir heimsmeistarar.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá get ég ekki með nokkru móti horft framhjá Brasilíu þegar talað er um líklega heimsmeistara næsta sumar. Þeir munu fara alla leið. Það er erfitt að vinna þá því þeir hafa yfir gríðarlega sterkum leikmannahópi að velja.

Á síðasta tímabili voru 103 Brasilíumenn að leika í Meistaradeildinni en aðeins 15 Englendingar. Það segir allt sem segja þarf og ég held að það hafi meira að segja verið fleiri Skotar að spila í Meistaradeildinni en Englendingar," er haft eftir Ferguson í viðtali við Mail on Sunday.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×