Viðskipti erlent

Hlutir í Goldman Sachs lækka þrátt fyrir ofuruppgjör

Hlutir í bandaríska bankanum Goldman Sachs hafa lækkað um 2% í utanmarkaðsviðskiptum í morgun þrátt fyrir að bankinn hafi skilað ofuruppgjöri eftir þriðja ársfjórðung að mati sérfræðinga.

Goldman Sachs skilaði tæplega 3,2 milljarða dollara, eða tæplega 400 milljarða kr. hagnaði á ársfjórðungnum. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi 845 milljónum dollara.

Þetta er töluvert meiri hagnaður en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Hagnaðurinn nemur 5,25 dollurum á hlut en sérfræðingar höfðu spáð 4,18 dollurum á hlut.

Samkvæmt frétt um málið á börsen.dk segir að þótt uppgjörið sé mjög gott var búið að skrúfa væntingarnar til þess verulega upp í kjölfar góðs uppgjörs hjá JPMorgan í gær. Er það talin helsta ástæða þess að hlutir í Goldman Sachs hafa lækkað fyrir opnun markaðarins á Wall Street í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×