Viðskipti erlent

Volvo blæðir út í fjármálakreppunni

Bílaframleiðandinn Volvo í Svíþjóð skilaði tapi upp á 2,5 milljarða sænskr kr. eða um 35 milljörðum kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Greinendur höfðu hinsvegar spáð tapi upp á þriðjung af þeirri upphæð eða 807 milljónir sænskra kr..

Til samanburðar má geta að Volvo skilaði 5,6 milljarða sænskra kr. hagnaði á fjórða ársfjórðung ársins 2007.

Leif Johansson forstjóri Volvo segir að þeir muni ekki ná að vinna þetta tap upp í ár en munu ná að fóta sig í kreppuni með sparnaðaraðgerðum. Þegar hefur verið tilkynnt að um 10.000 starfsmenn Volvo munu missa vinnu sína í ár.

Ford, eigandi Volvo, mun hitta fulltrúa Citibank, JPMorgan og Rothschild að máli í næstu viku til að ræða framtíðareignarhald á Volvo verksmiðjunum. Að sögn Dagens Industri eru fjórir hugsanlegir kaupendur að Volvo til staðar, þar á meðal kínversku bílaframleiðendurnir Changan og Dongfeng.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×