Fótbolti

Þjóðverjar minnast Enke

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Enke er minnst víða í dag.
Enke er minnst víða í dag.

Þýski knattspyrnuheimurinn er í losti eftir að landsliðsmarkvörðurinn Robert Enke framdi sjálfsmorð í gær. Markvörðurinn kastaði sér fyrir lest.

Félagar hans í þýska landsliðinu eru á meðal þeirra sem eiga erfitt uppdráttar og hefur æfingum dagsins hjá landsliðinu verið frestað.

„Við erum allir í losti og vitum ekki hvað við eigum að segja," sagði Oliver Bierhoff, framkvæmdastjóri landsliðsins, en blaðamannafundum dagsins hjá leikmönnum.hefur einnig verið frestað.

Félag Enke, Hannover, breytti heimasíðu sinni í dag. Ef farið er inn á síðu félagsins kemur svartur bakgrunnur með textanum: Við erum að syrgja fráfall Robert Enke.

Þúsundir stuðningsmanna liðsins hafa flykkst að heimavelli félagsins í dag með blóm og sumir hafa kveikt á kertum.

Svo gæti einnig farið að landsleik Þjóðverja gegn Chile á laugardag verði frestað.

Enke var ekki í landsliðshópnum að þessu sinni þar sem hann var að stíga upp úr veikindum. Margir áttu þó von á því að hann yrði aðalmarkvörður liðsins á HM næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×