Lífið

Oasis heldur ekki áfram

liam 
gallagher
liam gallagher

Söngvarinn Liam Gallager hefur lýst því yfir að Oasis muni ekki starfa áfram án bróður hans, Noels.

„Oasis er hætt. Við vitum það öll," sagði Liam. „Það er synd en svona er lífið. Við áttum góðan tíma saman. Málið er að við stöðvuðum Oasis sjálfir, enginn annar gerði það fyrir okkur, sem er frekar svalt."

Enn þá andar köldu á milli þeirra bræðra eftir að Noel sagði skilið við sveitina í París. „Við eigum langt í land enn þá, en hver veit?" sagði Liam. Hann einbeitir sér núna að fatalínu sinni, Pretty Green, á meðan hann íhugar næstu skref í tónlistinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.