Webber vill annan sigur í lokamótinu 27. október 2009 09:04 Mark Webber fagnaði sigri í síðustu keppni og vill ljúka tímatbilinu með öðrum. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber vann síðustu keppni, þó það félli í skuggann á því að Jenson Button varð meistari. Webber stefnir á sigur í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi. "Ég geri ráð fyrir að Red Bull bíllinn verði góður á götu Abu Dhabi. Við höfum verið öflugir frá því í Singapúr og því ættum við að geta barist á toppnum", sagði Webber. "Mér sýnist að brautin í Abu Dhabi sé skemmtileg, en hún er bæði með hröðum köflum og hægum. Ég geri ráð fyrir því að það verði mikið ryk á brautinni til að byrja með, en hún ætti að hreinsast á æfingunum á föstudaginn. Mér finnst alltaf gaman að mæta á nýjar brautir og þessi lítur vel út", sagði Webber. Í ljósi þess að úrslitinu í titilslagnum er þegar ráðinn þá er barist um heiðurinn að vinna fyrsta mótið á nýrri braut. Brautarstæðið í Abu Dhabi er það veglegasta sem byggt hefur verið og liggur m.a. um hafnarsvæði sem var búið til í kringum brautina. Mótið hefst í dagsbirtu en lýkur í flóðljósum. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann síðustu keppni, þó það félli í skuggann á því að Jenson Button varð meistari. Webber stefnir á sigur í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi. "Ég geri ráð fyrir að Red Bull bíllinn verði góður á götu Abu Dhabi. Við höfum verið öflugir frá því í Singapúr og því ættum við að geta barist á toppnum", sagði Webber. "Mér sýnist að brautin í Abu Dhabi sé skemmtileg, en hún er bæði með hröðum köflum og hægum. Ég geri ráð fyrir því að það verði mikið ryk á brautinni til að byrja með, en hún ætti að hreinsast á æfingunum á föstudaginn. Mér finnst alltaf gaman að mæta á nýjar brautir og þessi lítur vel út", sagði Webber. Í ljósi þess að úrslitinu í titilslagnum er þegar ráðinn þá er barist um heiðurinn að vinna fyrsta mótið á nýrri braut. Brautarstæðið í Abu Dhabi er það veglegasta sem byggt hefur verið og liggur m.a. um hafnarsvæði sem var búið til í kringum brautina. Mótið hefst í dagsbirtu en lýkur í flóðljósum. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira