Blaðamaður DV dæmdur fyrir ummæli Dabba Grensás 21. desember 2009 16:39 Héraðsdómur Reykjavíkur. Blaðamaður DV, Erla Hlynsdóttir, var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries klúbbsins. Ummælin sem hún er dæmd fyrir voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, eða Dabba Grensás, í viðtali sem birtist í blaðinu í febrúar á þessu ári. Athygli vekur að Erla er dæmd fyrir ummæli sem hún hafði orðrétt eftir Davíð en sjálfum er honum ekki stefnt vegna orða sinna. Erla átti upptöku af samtalinu og lagði fyrir dóminn. Um var að ræða ummæli þar sem Davíð sakaði Viðar um að hafa borið þá kjaftasögu út að litháensk mafía héldi til á skemmtistaðnum. Ummælin, sem hafa verið dæmd dauð og ómerk, voru svohljóðandi: „Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hann verður eiginlega að gera hug sinn um hvort hann telur mig hafa verið laminn eða sig." Þá var Erla einnig dæmd fyrir millifyrirsögnina „Orðrómur um mafíuna" Í niðurstöðu dómsins segir að ummælin hafi kallað fram hughrif um að Viðar væri tengdur skipulagðri glæpastarfsemi. Verjandi Erlu, Gunnar Ingi Jóhannsson, sagði að málinu yrði skotið til Hæstaréttar Íslands. Hann sagði ennfremur að dómstólar væru á slæmri vegferð með þessum dómi. Dómurinn dæmdi Erlu til þess að greiða Viðari 200 þúsund krónur í miskabætur. 150 þúsund krónur til þess að standa straum af birtingu dómsins í fjölmiðlum. Þá þarf hún að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað. Málið er keimlíkt öðrum dómi þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir að hafa orðrétt eftir viðmælanda sínum. Þá hélt fyrrum súludansmær því fram að hún hefði orðið vitni að vændi inn á súlustað. Blaðmaðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim dómi var snúið í Hæstarétti Íslands. Málinu var svo áfrýjað til mannréttindadómstólsins í Strassborg þar sem það bíður eftir að vera tekið fyrir. Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Blaðamaður DV, Erla Hlynsdóttir, var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries klúbbsins. Ummælin sem hún er dæmd fyrir voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, eða Dabba Grensás, í viðtali sem birtist í blaðinu í febrúar á þessu ári. Athygli vekur að Erla er dæmd fyrir ummæli sem hún hafði orðrétt eftir Davíð en sjálfum er honum ekki stefnt vegna orða sinna. Erla átti upptöku af samtalinu og lagði fyrir dóminn. Um var að ræða ummæli þar sem Davíð sakaði Viðar um að hafa borið þá kjaftasögu út að litháensk mafía héldi til á skemmtistaðnum. Ummælin, sem hafa verið dæmd dauð og ómerk, voru svohljóðandi: „Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hann verður eiginlega að gera hug sinn um hvort hann telur mig hafa verið laminn eða sig." Þá var Erla einnig dæmd fyrir millifyrirsögnina „Orðrómur um mafíuna" Í niðurstöðu dómsins segir að ummælin hafi kallað fram hughrif um að Viðar væri tengdur skipulagðri glæpastarfsemi. Verjandi Erlu, Gunnar Ingi Jóhannsson, sagði að málinu yrði skotið til Hæstaréttar Íslands. Hann sagði ennfremur að dómstólar væru á slæmri vegferð með þessum dómi. Dómurinn dæmdi Erlu til þess að greiða Viðari 200 þúsund krónur í miskabætur. 150 þúsund krónur til þess að standa straum af birtingu dómsins í fjölmiðlum. Þá þarf hún að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað. Málið er keimlíkt öðrum dómi þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir að hafa orðrétt eftir viðmælanda sínum. Þá hélt fyrrum súludansmær því fram að hún hefði orðið vitni að vændi inn á súlustað. Blaðmaðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim dómi var snúið í Hæstarétti Íslands. Málinu var svo áfrýjað til mannréttindadómstólsins í Strassborg þar sem það bíður eftir að vera tekið fyrir.
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira