Lífið

Gefur út matreiðslubækur

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur sannfært Jennifer Aniston um að gefa út matreiðslubækur með eigin uppskriftum.
Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur sannfært Jennifer Aniston um að gefa út matreiðslubækur með eigin uppskriftum.

Jennifer Aniston undirbýr nú útgáfu á eigin matreiðslubókum. Fyrrum Friends leikkonan er góð vinkona breska sjónvarpskokksins Jamie Oliver og hefur í hyggju að fá hann í lið með sér við gerð uppskriftanna.

Aniston hitti Jamie Oliver fyrst þegar hún flaug honum til Los Angeles til að elda í fertugsafmæli fyrir fyrrum eiginmann sinn, Brad Pitt. Síðan þá hefur hún haldið sambandi við Oliver og samkvæmt heimildum America‘s National Enquirer hefur hann sannfært Aniston að hún hafi allt sem til þarf til að gefa út eigin matreiðslubækur. Leikkonan skipuleggur reglulega matarboð fyrir vini og vandamenn þar sem hún eldar eftir eigin uppskriftum, en hún eyddi nýverið 100.000 dollurum í breytingar á eldhúsinu í húsi sínu í Beverly Hills.

Aniston er sérstaklega hrifin af kjúklinga- og pastaréttum og eru þau Jamie Oliver sögð skiptast reglulega á uppskriftum í gegnum tölvupóst. Ekki er þó enn vitað hvenær matreiðslubækur Aniston eru væntanlegar á markað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.