Innlent

Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs

Höfuðstöðvar Baugs.
Höfuðstöðvar Baugs.

Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot.

Gunnar Þór Þórarinsson lögmaður var nýlega ráðinn til stofunnar en hann starfaði hjá Baugi í London á síðasta ári. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns og hluthafa í Baugi, og eyddi fjórum árum í vinnu við hið svokallaða Baugsmál.

LOGOS hefur fleiri tengsl við félagið þar sem Jakob Möller, sem þar starfar er aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf. en Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstu hluthafar Stoða.

Jakob var einnig verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu og fékk laun sín greidd frá Baugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×