Viðskipti erlent

Bankastjóri refsar sér fyrir mistökin

Richard Pym lækkar launin sín um hundruði þúsunda punda.
Richard Pym lækkar launin sín um hundruði þúsunda punda.

Stjórnarformaður bankans Bradford & Bingley í Bretlandi, Richard Pym, hefur ákveðið að borga sér ekki bónusa eins og tíðkast oft hjá stórfyrirtækjum. Þar með lækkar herra Pym launin sín um 750 þúsund pundum niður í 350 þúsund pund. Þá hefur hann einnig stytt uppsagnarfrestinn sinn úr tveimur árum niður í einn dag. Að eigin sögn; svo að hann verði ekki verðlaunaður fyrir að mistakast.

Sjáfur segir Pym í viðtali við Telegraph að ákvörðun hans sé léttvæg miðað við þá umræðu sem hefur verið um ofurlaun forstjóra þar í landi. Bankinn sýslaði aðallega með íbúðalán og var þjóðnýttur í september á síðasta ári. Sjálfur telur Pym að bankinn muni ekki hverfa aftur í fyrra horf, ástand bankans eins og hann er núna, ætti að endurspegla launalega stöðu Richards, að hans eigin mati.

„Ég held að þetta sé það rétta," sagði Richard Pym í viðtali við Telegraph sem mun einnig láta af störfum sem stjórnarformaður, en mun taka sæti í stjórn bankans eigi að síður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×