Innlent

Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu

Verkamenn. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Verkamenn. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., í gær en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson, hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum.

Hann sakar sýslumanninn auk starfsmannanna tveggja um að falsa aðfaragerð sem gjaldþrotaskiptin er byggð á. Hann heldur því fram að gerðin hafi ekki verið gerð á lögheimili sínu líkt og segir í aðfaragerðinni. Þá sé það sem er bókað ekki frá þeim aðila komið sem haft er eftir.

Einnig heldur Sverrir því fram að maðurinn sem var mættu af sinni hálfu hafi ekki setið í stjórn fyrirtækisins og því ekki haft umboð til þess að gefa yfirlýsingar um stöðu þess.

Eini stjórnarmaður félagsins var pólskur maður sem hafði flúið land vegna skulda. Sverrir sat áður í stjórn félagsins en gerir ekki lengur. Hann hefur hinsvegar prókúruumboð.

Það var lífeyrissjóðurinn Gildi sem gerði kröfuna í búið en skuldin var upp á rúmlega fjörtíu milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×