Keyrð 30 kílómetra leið í skólann 8. nóvember 2009 18:56 Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. Skólabíllinn er að renna inn á Kópasker. 23 börn eru að koma heim úr skólanum, búin að keyra í rútunni alls 60 kílómetra þennan daginn. Það skrýtna er að rútan stoppar beint fyrir utan veglegt hús, sem þar til í haust var grunnskóli Kópaskers og helsta stolt byggðarinnar. Þar hlaupa ekki lengur ærslafullir skólakrakkar um ganga og er nema von að María Hermundardóttir, formaður Samtaka velunnara Kópaskersskóla, segi það blóðugt. Hún segir fimm störf við skólann hafa tapast úr þorpinu, og eigendur einu verslunarinnar á staðnum brugðust við í haust með því að loka og flytja suður. Reyndar ákváðu önnur hjón að taka við keflinu og opna búðina á ný. Nærri 200 manns bjuggu á Kópaskeri þegar mest fyrir aldarfjórðungi, um það leyti sem skólinn var byggður, en hefur síðan fækkað niður í 130. Sveitarstjórn Norðurþings, með höfuðstöðvar á Húsavík, ákvað í vor að reka einungis grunnskólann að Lundi fyrir Öxarfjörð, Kópasker og Kelduhverfi. Á þessu stóra svæði eru nú einungis 48 börn á grunnskólaaldri, voru 74 fyrir fáum árum, og Lundur var valinn af því hann er miðsvæðis. Faglegar ástæður virðast ekki síður hafa ráðið ákvörðun en fjárhagslegar, að það væri betra fyrir velferð barnanna að hafa þau saman í einum skóla, enda hefðu aðeins 13 börn verið í skólanum á Kópaskeri í vetur að óbreyttu, sem var bara fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Kópaskersbúar hafa skrifað sveitarstjórninni, safnað undirskriftum og kært til ráðuneytis, allt án árangurs, og næst á kæra til umboðsmanns Alþingis. Það breytir þó litlu um kjarna þessa máls, sem er stórfelld fækkun barna í héraðinu, eins og víðast hvar í dreifbýlinu. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. Skólabíllinn er að renna inn á Kópasker. 23 börn eru að koma heim úr skólanum, búin að keyra í rútunni alls 60 kílómetra þennan daginn. Það skrýtna er að rútan stoppar beint fyrir utan veglegt hús, sem þar til í haust var grunnskóli Kópaskers og helsta stolt byggðarinnar. Þar hlaupa ekki lengur ærslafullir skólakrakkar um ganga og er nema von að María Hermundardóttir, formaður Samtaka velunnara Kópaskersskóla, segi það blóðugt. Hún segir fimm störf við skólann hafa tapast úr þorpinu, og eigendur einu verslunarinnar á staðnum brugðust við í haust með því að loka og flytja suður. Reyndar ákváðu önnur hjón að taka við keflinu og opna búðina á ný. Nærri 200 manns bjuggu á Kópaskeri þegar mest fyrir aldarfjórðungi, um það leyti sem skólinn var byggður, en hefur síðan fækkað niður í 130. Sveitarstjórn Norðurþings, með höfuðstöðvar á Húsavík, ákvað í vor að reka einungis grunnskólann að Lundi fyrir Öxarfjörð, Kópasker og Kelduhverfi. Á þessu stóra svæði eru nú einungis 48 börn á grunnskólaaldri, voru 74 fyrir fáum árum, og Lundur var valinn af því hann er miðsvæðis. Faglegar ástæður virðast ekki síður hafa ráðið ákvörðun en fjárhagslegar, að það væri betra fyrir velferð barnanna að hafa þau saman í einum skóla, enda hefðu aðeins 13 börn verið í skólanum á Kópaskeri í vetur að óbreyttu, sem var bara fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Kópaskersbúar hafa skrifað sveitarstjórninni, safnað undirskriftum og kært til ráðuneytis, allt án árangurs, og næst á kæra til umboðsmanns Alþingis. Það breytir þó litlu um kjarna þessa máls, sem er stórfelld fækkun barna í héraðinu, eins og víðast hvar í dreifbýlinu.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira