Starfar ekki fyrir grunaða í rannsókn bankahrunsins Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 10. júní 2009 21:53 Brynjar Níelsson gefur ekkert fyrir ummæli Evu Joly. „Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim," segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti. Í grein sem Brynjar ritaði í Morgunblaðið þann 15. apríl hélt hann því fram að Eva Joly væri fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara vegna ummæla sinna um stjórnendur fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi í kvöld sagði Eva Joly að þeir sem hefðu gagnrýnt hana væru verjendur grunaðra í bankahruninu. Brynjar segir að hann hefði aldrei skrifað greinina ef svo væri. Slík skrif hefðu aldrei verið tekin trúanleg. „Menn komu reyndar líka með þau rök að ég væri að reyna ná mér í vinnu með þessum skrifum," segir hann og hlær. Hann segist ekkert gefa fyrir þessi ummæli. Þau renni enn fremur stoðum undir þann grun hans um að þetta væri „allt ein pólitík". Eva Joly hélt því einnig fram í Kastljósi í kvöld að ekki væri nóg að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan og vildi sjá hann víkja sæti. Um það sagði Brynjar: „Nei nei, það er bara tóm della. Auðvitað hefði það komið til álita ef að sonur hans hefði stöðu sakbornings eða grunaðs, en ég veit ekki til að svo sé." Aðspurður hvort hann ætli sér að svara ummælum Joly sagði hann. „Ég á eftir að fjalla eitthvað um þetta. Sest fyrir framan tölvuna í kvöld áður en ég hætti að vera geðvondur," sagði hann og hló. Tengdar fréttir Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Nei nei , ég skrifaði þessa grein fyrir meira en mánuði síðan. Þá var ég ekki í neinum störfum fyrir neinn grunaðan í bankahruninu, hvorki bankamenn né útrásarvíkinga. Ég er alveg ótengdur þeim," segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir það tóma dellu að Valtýr Sigurðsson víki úr embætti. Í grein sem Brynjar ritaði í Morgunblaðið þann 15. apríl hélt hann því fram að Eva Joly væri fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara vegna ummæla sinna um stjórnendur fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi í kvöld sagði Eva Joly að þeir sem hefðu gagnrýnt hana væru verjendur grunaðra í bankahruninu. Brynjar segir að hann hefði aldrei skrifað greinina ef svo væri. Slík skrif hefðu aldrei verið tekin trúanleg. „Menn komu reyndar líka með þau rök að ég væri að reyna ná mér í vinnu með þessum skrifum," segir hann og hlær. Hann segist ekkert gefa fyrir þessi ummæli. Þau renni enn fremur stoðum undir þann grun hans um að þetta væri „allt ein pólitík". Eva Joly hélt því einnig fram í Kastljósi í kvöld að ekki væri nóg að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan og vildi sjá hann víkja sæti. Um það sagði Brynjar: „Nei nei, það er bara tóm della. Auðvitað hefði það komið til álita ef að sonur hans hefði stöðu sakbornings eða grunaðs, en ég veit ekki til að svo sé." Aðspurður hvort hann ætli sér að svara ummælum Joly sagði hann. „Ég á eftir að fjalla eitthvað um þetta. Sest fyrir framan tölvuna í kvöld áður en ég hætti að vera geðvondur," sagði hann og hló.
Tengdar fréttir Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig. 10. júní 2009 21:01